Margir teyguðu ferska loftið á jóladag

Veðrið var að mestu gott í höfuðborginni á jóladag og …
Veðrið var að mestu gott í höfuðborginni á jóladag og því margir sem brugðu sér í gönguferð eða hlaupatúr. Mbl.is/Golli

Ekki lágu allir uppi í sófa í dag með tærnar upp í loft heldur voru ýmsir á ferðinni, enda viðraði að mestu vel til útivistar á höfuðborgarsvæðinu þótt vindurinn tæki sig öðru hverju upp.

Sumir brugðu sér út að moka snjó, aðrir fóru með jólapappírinn í endurvinnslugám. Nokkrir drifu sig meira að segja út að hlaupa, kannski til að bæta upp fyrir allt jólaátið, en kannski bara til að espa upp hungrið fyrir næstu veislu.

Ljósmyndari Morgunblaðsins var á ferð og fangaði mannlífið á jóladag.

Þegar gjafirnar eru opnaðar á aðfangadagskvöld verður til mikið af …
Þegar gjafirnar eru opnaðar á aðfangadagskvöld verður til mikið af pappírsrusli sem þarf að losa í tilheyrandi endurvinnslugám. Mbl.is/Golli
Snjónum kyngdi niður á jólanótt og því gripu sumir í …
Snjónum kyngdi niður á jólanótt og því gripu sumir í skóflurnar þegar birti. Mbl.is/Golli
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert