Týndu blaðsíðurnar í jólabókinni

Ásgrímur Hermannsson
Ásgrímur Hermannsson mbl.is

Ásgrími Hermannssyni, Ármanni Menntaskólans við Sund, var heldur betur brugðið þegar hann uppgötvaði að það vantaði 37 blaðsíður í bókina „Gamlinginn sem skreið út um gluggann og hvarf“ sem hann fékk í jólagjöf.

„Bókin er virkilega skemmtileg og ég sökk alveg ofan í lesturinn í gærkvöldi en þegar ég ætlaði að fletta á blaðsíðu 37 blasti við mér síða 76 og hvergi er að finna þær 37 síður sem vantar þarna á milli.“

Aðspurður um málið segist Ásgrímur fyrst og fremst vonsvikinn enda bókin virkilega góð og því nokkuð svekkjandi að geta ekki lesið hana yfir jólin.

„Ég veit um eitt annað tilvik þar sem það vantar þessar 37 síður svo eflaust sitja fleiri en ég svekktir yfir því að geta ekki lesið alla bókina yfir jólin. Það hefur verið margrætt síðastliðin ár að nú sé tími aðhalds en mér finnst fullmikið af því góða að skera niður 37 blaðsíður í góðri bók,“ segir Ásgrímur léttur í lund á jóladagsmorgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka