Efast um ótta á meðal íslenskra gyðinga

Hope Knútsson, formaður Siðmenntar - félags siðrænna húmanista á Íslandi.
Hope Knútsson, formaður Siðmenntar - félags siðrænna húmanista á Íslandi. mbl.is

„Það var fullt af rang­færsl­um í þess­ari frétt,“ seg­ir Hope Knúts­son, formaður Siðmennt­ar - fé­lags siðrænna húm­an­ista á Íslandi, um frétt sem birt­ist á vef ísra­elska dag­blaðsins Haaretz á Þor­láks­messu en þar var m.a. greint frá því að gyðing­ar á Íslandi væru upp til hópa ótta­slegn­ir og lifðu jafn­vel í fel­um með trú sína.

Í frétt­inni á vef Haaretz er Hope sögð vera „kven­kyns­leiðtogi ís­lenska gyðinga­sam­fé­lags­ins“. „Ég hef aldrei verið leiðtogi gyðinga, hvorki hér né ann­ars staðar,“ seg­ir Hope í sam­tali við mbl.is. Að sögn Hope hef­ur hún aldrei aðhyllst gyðinga­trú þó svo að hún sé af gyðinga­ætt­um.

„Ég ef­ast um það,“ seg­ir Hope aðspurð hvort gyðing­ar hér á landi séu ótta­slegn­ir. „Ann­ars teng­ist ég ekki þessu fólki. Fyr­ir um 30 árum síðan kom­um við sam­an kannski tvisvar á ári og borðuðum kvöld­mat sam­an og það var eng­inn þá sem óskaði eft­ir op­in­berri skrán­ingu sem trú­fé­lag,“ seg­ir hún.

Haaretz grein­ir jafn­framt frá því að gyðing­ar á Íslandi hafi ít­rekað boðið Dor­rit Moussai­eff, for­setafrú, að taka þátt í hátíðar­höld­um með þeim en að hún hafi aldrei séð sér fært að mæta. „Mér skilst að ein­hver hafi ein­hvern tíma boðið Dor­rit að mæta í eitt­hvert  kvöld­mat­ar­boð, en í frétt­inni er þetta látið líta út fyr­ir að fólkið sé sárt út í hana af því að hún vilji ekki láta tengja sig við hóp­inn. Ég varð mjög hissa að lesa þetta því mig minn­ir að ég hafi lesið ein­hvers staðar að hún sé aðeins gyðing­ur borg­ara­lega séð en ekki gyðinga­trú­ar, þannig að það er eng­in ástæða fyr­ir hana til þess að tengj­ast hópn­um,“ seg­ir Hope.

Frétt Haaretz um málið má nálg­ast á vef blaðsins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert