10% hækkun á flugeldum

Áramót í Kópavogi
Áramót í Kópavogi mbl.is/Ómar Óskarsson

„Verðið hefur hækkað lítillega, það er um það bil 10% hækkun,“ segir Jón Ingi Sigvaldason, markaðs- og sölustjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar, en liðsmenn björgunarsveitanna eru nú í óðaönn að undirbúa sölustaði sína fyrir komandi áramót. Ástæða hækkunarinnar segir Jón Ingi að sé verðlagshækkanir í Kína en jafnframt hafi flutningskostnaður aukist eitthvað frá í fyrra.

Líkt og landsmenn þekkja er sala skotelda helsta tekjulind björgunarsveitanna og því nauðsynleg til að tryggja áframhaldandi rekstur þeirra. Segir Jón Ingi dæmi vera um að björgunarsveitir fái yfir 90 prósent allra sinna tekna af skoteldasölu. Hann kveðst þjóðinni mjög þakklátur fyrir ómetanlegan stuðning og velvilja í garð björgunarsveitanna í gegnum árin.

Útlit fyrir að illa viðri til uppskota

Frá Veðurstofu Íslands fengust þær upplýsingar að á gamlársdag væri útlit fyrir suðlæga átt og rigningu eða slyddu með köflum á höfuðborgarsvæðinu. Hitastig nálægt frostmarki eða 0 til 5 stig. Norðaustantil er spáð úrkomulausu veðri með vægu frosti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert