Glitský gleðja augun

Glitskýin sáust greinilega frá Húsavík í morgun.
Glitskýin sáust greinilega frá Húsavík í morgun. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Glit­ský skreyttu him­in­inn á Norður­landi í morg­un. Þau sáust m.a. bæði á Húsa­vík og á Ak­ur­eyri þar sem meðfylgj­andi mynd­ir voru tekn­ar. Glit­ský mynd­ast í heiðhvolf­inu, oft í 15-30 km hæð, að því er seg­ir á Vís­inda­vefn­um.

Þar kem­ur m.a. fram að glit­ský sjá­ist helst um miðjan vet­ur, um sól­ar­lag eða við sól­ar­upp­komu. Veður­fræðing­ur á Veður­stof­unni seg­ir að glit­ský­in séu svo hátt í him­in­hvolf­inu að hafi þau sést bæði á Húsa­vík og á Ak­ur­eyri megi ætla að þau hafi sést víðast hvar þar sem yf­ir­höfuð sást til him­ins í morg­un.

Glitskýin voru tignarleg að sjá frá Akureyri í morgun.
Glit­ský­in voru tign­ar­leg að sjá frá Ak­ur­eyri í morg­un. Ljós­mynd/​Micha Meier
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert