Neyðarúthlutun hjá Fjölskylduhjálpinni

Frá Fjölskylduhjálp Íslands. Úr safni.
Frá Fjölskylduhjálp Íslands. Úr safni. mbl.is/Ernir

Fjölskylduhjálp Íslands verður með neyðarúthlutun á morgun á milli kl. 14 til 17 í húsnæði samtakanna í Eskihlíð í Reykjavík.

Fram kemur í tilkynningu að búið hafi verið að ákveða að hafa lokað á milli jóla og nýárs. Fjölmargir hafi hins vegar hringt í samtökin og óskað eftir mataraðstoð. Samtökin segja að neyðin sé mjög mikil.

Þá segir að fatamarkaðurinn verði einnig opinn. Búið er að ræsa út alla sjálfboðaliða fyrir morgundaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert