Níu brennur í Reykjavík

Áramótabrenna
Áramótabrenna mbl.is/Brynjar Gauti

Byrjað verður að taka á móti efni í ára­móta­brenn­urn­ar í Reykja­vík í fyrra­málið en þær verða á sömu stöðum og í fyrra. Þetta kem­ur fram á vef Reykja­vík­ur­borg­ar.

„Best er að fá hreint timb­ur á brenn­urn­ar“, seg­ir Þorgrím­ur Hall­gríms­son brennu­kóng­ur og rekstr­ar­stjóri á hverfa­stöð Fram­kvæmda- og eigna­sviðs á vef Reykja­vík­ur­borg­ar. „Plast, gúmmí og unnið timb­ur á ekki er­indi á köst­inn.“  

Starfs­menn hverfa­stöðvanna verða á vett­vangi og leiðbeina þeim sem koma með efni. Hætt verður að taka á móti efni þegar brenn­urn­ar eru orðnar hæfi­lega stór­ar eða í síðasta lagi kl. 12:00 á gaml­árs­dag.

„Stærst­ur hluti þess sem fer á brenn­urn­ar eru vöru­bretti en einnig fáum við af­gang­inn af jóla­trés­söl­unni,“ seg­ir Þorgrím­ur. „Það er liðin tíð að fólk komi með drasl úr geymsl­um enda er það margt sem ekki má fara á brenn­urn­ar“.

Stærð brenn­anna ræðst af mati Eld­varn­ar­eft­ir­lits­ins á aðstæðum á hverj­um stað. Brenn­urn­ar eru á sömu stöðum og í fyrra og rétt eins og þá eru stóru brenn­urn­ar fjór­ar og þær minni fimm tals­ins.  

1)        Við Ægisíðu, stór brenna.
2)        Skerja­fjörður gegnt Skild­inga­nesi 48–52,  lít­il brenna.
3)        Við Suður­hlíðar, neðan við Foss­vogs­kirkju­g­arð, lít­il brenna.
4)        Vest­an Laug­ar­ás­veg­ar móts við Val­bjarn­ar­völl, lít­il brenna.
5)        Geirs­nef, borg­ar­brenna, stór brenna.
6)        Við Suður­fell, lít­il brenna.
7)        Fylk­is­brenn­an, við Rauðavatn, stór brenna.
8)        Gufu­nes við gömlu ösku­haug­ana, stór brenna.
9)        Klé­berg á Kjal­ar­nesi, lít­il brenna.



Kveikt verður í ára­móta­brenn­um í Reykja­vík kl. 20:30 að kvöldi gaml­árs­dags. Borg­ar­bú­ar eru hvatt­ir til að fjöl­menna á brenn­ur og hafa gjarn­an með sér stjörnu­ljós en skilja skotelda eft­ir heima.

Sjá kort með brenn­um

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert