Nýtt tæki til heila- og taugaskurðdeildar

mbl.is/Hjörtur

Arion banki og tækjakaupasjóður sem verið hefur í vörslu hans hafa gefið heila- og taugaskurðdeild Landspítala nýtt tölvustýrt staðsetningartæki sem nýtist við aðgerðir á æxlum í heila.  

Nákvæmni í staðsetningu er um það bil 1 mm sem leiðir til þess að nú er hægt að taka sýni úr æxlum eða fjarlægja æxli úr heila frá stöðum sem áður var illmögulegt að nálgast. Verðmæti tækisins er um 25 milljónir króna, segir í frétt frá Landspítalanum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert