25 milljarðar vegna makríls

Makríll.
Makríll.

Sjáv­ar­út­vegs­ráðuneytið seg­ir, að mak­ríl­veiðar Íslend­inga á ár­inu 2011 hafi skilað  þjóðarbú­inu meira en 25 millj­örðum króna og skapað yfir 1000 ár­s­verk.

Á liðnu ári var mak­ríl landað í 28 höfn­um en nærri 80% þess afla komu að landi í fimm höfn­um: Reykja­vík, á Vopnafirði, Nes­kaupstað, Eskif­irði og í Vest­manna­eyj­um.

Á Aust­fjörðum komu að landi 55% alls mak­rílafla, 23% í Vest­manna­eyj­um og um 8400 tonn eða um 5% komu að landi á Vest­ur­landi, Vest­fjörðum og Norður­landi.

Sjáv­ar­út­vegs­ráðuneytið seg­ir, að 25 millj­arða verðmæti mak­ríls­ins jafn­gildi um 5% af öll­um út­flutn­ings­tekj­um Íslands og sé sama upp­hæð og þjóðin verji ár­lega til inn­flutn­ings mat­væla.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert