25 milljarðar vegna makríls

Makríll.
Makríll.

Sjávarútvegsráðuneytið segir, að makrílveiðar Íslendinga á árinu 2011 hafi skilað  þjóðarbúinu meira en 25 milljörðum króna og skapað yfir 1000 ársverk.

Á liðnu ári var makríl landað í 28 höfnum en nærri 80% þess afla komu að landi í fimm höfnum: Reykjavík, á Vopnafirði, Neskaupstað, Eskifirði og í Vestmannaeyjum.

Á Austfjörðum komu að landi 55% alls makrílafla, 23% í Vestmannaeyjum og um 8400 tonn eða um 5% komu að landi á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi.

Sjávarútvegsráðuneytið segir, að 25 milljarða verðmæti makrílsins jafngildi um 5% af öllum útflutningstekjum Íslands og sé sama upphæð og þjóðin verji árlega til innflutnings matvæla.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert