Díoxínmengun frá áramótabrennum á gamlárskvöld er á við mengun frá öllum íslenskum iðnaði á einu ári, að því er kom fram í frétt Sjónvarpsins. Umhverfisstofnun hyggst rannsaka sérstaklega mengun frá áramótabrennum og flugeldum.
Talið er að brennurnar valdi um 46% af allri díoxínmengun hér á landi, en á grundvelli niðurstaðna fyrirhugaðrar rannsóknar um áramótin verður ákveðið hvort ástæða sé til að grípa til aukins eftirlits eða annarra ráðstafana að ári.
Sjávarútvegurinn, stóriðjan, samgöngutæki og sorpbrennslur landsins valda um 53% af díoxínmenguninni á ársgrundvelli, samkvæmt frétt Sjónvarpsins.