Áforma að kæra ríkið

Stjórnarráð Íslands
Stjórnarráð Íslands mbl.is/Ómar Óskarsson

Félag forstöðumanna ríkisstofnana (FFR) íhugar málshöfðun á hendur ríkinu vegna brota kjararáðs á skyldum sínum og bíður jafnframt eftir niðurstöðu vegna kvörtunar til umboðsmanns Alþingis.

Formaður FFR, Magnús Guðmundsson, segir ákvörðun kjararáðs frá 21. desember, þegar launalækkun embættismanna frá 2009 var afturkölluð, engu breyta um áform félagsins um málshöfðun. Vilja ríkisforstjórar að afturköllun launalækkunar gildi frá 1. desember 2010, samkvæmt ákvæði laga um lækkunina sem átti að vera tímabundin í tvö ár, en ekki aftur til 1. október sl. eins og kjararáð ákvað fyrir jól. Telur FFR jafnframt að kjararáð hafi brotið lög í júní sl. þegar það frestaði úrskurði um afturköllun launalækkana. Við ákvörðun kjararáðs 21. desember sl. skilaði einn fulltrúi af fimm í kjararáði séráliti, þess efnis að afturköllun launalækkunar ætti að gilda frá 1. desember 2010.

Ríkisforstjórar eru ríflega 200 en hjá ríkinu starfa alls um 20 þúsund manns. Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður BHM, bindur vonir við að ákvörðun kjararáðs hafi áhrif á endurskoðun kjarasamninga og stofnanasamninga og kjör ríkisstarfsmanna verði leiðrétt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert