Eitt umferðarslys á dag

Ein hættulegustu gatnamót landsins, gatnamót Suðurlandsbrautar, Laugavegar og Kringlumýrarbrautar.
Ein hættulegustu gatnamót landsins, gatnamót Suðurlandsbrautar, Laugavegar og Kringlumýrarbrautar. mbl.is/Golli

Samkvæmt bráðabirgðatölum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um umferðarslys þá varð um það bil eitt slys hvern dag ársins 2011eða samtals 358 á tímabilinu 1. janúar til 27. desember.

Tölur um fjölda slasaðra eða alvarleika slysanna liggur ekki fyrir en ljóst er að slasaðir eru nokkuð fleiri en fjöldi slysa segir til um. Í öllum tilvikum er um atvik að ræða þar sem vegfarendur þurfa læknisaðstoðar við í kjölfar umferðaróhapps. Meiðsli þeirra eru m.a. tognanir, beinbrot, innvortis meiðsl, mænuskaðar og höfuðáverkar. Ljóst er því að margir eiga um sárt að binda vegna umferðarslysa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert