Samherji veitir 75 milljónir í samfélagsstyrki

Styrkþegar ásamt forráðamönnum Samherja á samkomunni í KA-heimilinu á Akureyri …
Styrkþegar ásamt forráðamönnum Samherja á samkomunni í KA-heimilinu á Akureyri í dag. mbl.is/Skapti

Sam­herji hf. á Ak­ur­eyri veitti í dag alls 75 millj­ón­ir króna til ým­issa sam­fé­lags­verk­efna á Eyja­fjarðarsvæðinu. Þá var til­kynnt að fé­lagið styrkti verk­efni um rann­sókn­ir á hver­astrýt­um á botni Eyja­fjarðar. Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, for­seti Íslands, sem var viðstadd­ur at­höfn­ina, er sér­stak­ur vernd­ari þess verk­efn­is.

„Sam­herji kapp­kost­ar að láta sam­fé­lagið í kring­um sig njóta góðs af starf­sem­inni með því að styrkja innviði þess með ýms­um hætti,“ sagði Helga Stein­unn Guðmunds­son, formaður Sam­herja­sjóðsins, m.a. þegar hún ávarpaði fjöl­menna sam­komu í KA-heim­il­inu síðdeg­is, en þar var til­kynnt um styrk­ina.

Mest­ur hluti styrkj­anna var til íþrótta- og æsku­lýðsfé­laga, auk þess sem end­ur­hæf­ing­ar­deild­in í Krist­nesi, HL-stöðin á Ak­ur­eyri og Fram­fara­fé­lagið Stíg­andi á Ak­ur­eyri fengu styrk.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert