Samherji veitir 75 milljónir í samfélagsstyrki

Styrkþegar ásamt forráðamönnum Samherja á samkomunni í KA-heimilinu á Akureyri …
Styrkþegar ásamt forráðamönnum Samherja á samkomunni í KA-heimilinu á Akureyri í dag. mbl.is/Skapti

Samherji hf. á Akureyri veitti í dag alls 75 milljónir króna til ýmissa samfélagsverkefna á Eyjafjarðarsvæðinu. Þá var tilkynnt að félagið styrkti verkefni um rannsóknir á hverastrýtum á botni Eyjafjarðar. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sem var viðstaddur athöfnina, er sérstakur verndari þess verkefnis.

„Samherji kappkostar að láta samfélagið í kringum sig njóta góðs af starfseminni með því að styrkja innviði þess með ýmsum hætti,“ sagði Helga Steinunn Guðmundsson, formaður Samherjasjóðsins, m.a. þegar hún ávarpaði fjölmenna samkomu í KA-heimilinu síðdegis, en þar var tilkynnt um styrkina.

Mestur hluti styrkjanna var til íþrótta- og æskulýðsfélaga, auk þess sem endurhæfingardeildin í Kristnesi, HL-stöðin á Akureyri og Framfarafélagið Stígandi á Akureyri fengu styrk.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka