Samskiptin við Ólaf alltaf verið eðlileg

Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins.
Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Ólafur auðvitað stóð sig mjög vel í þeim efnum,“ sagði Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, um framgöngu Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, í Icesave-málinu í viðtali við Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, á sjónvarpsstöðinni ÍNN í kvöld.

Davíð sagði aðspurður að samskipti þeirra Ólafs hefðu alltaf verið mjög eðlileg. Ólafi hefðu verið mislagðar hendur þegar hann neitaði að undirrita fjölmiðlalögin á sínum tíma og síðar þegar hann hefði gerst eins konar „gæðastimpill“ á starfsemi útrásarvíkinga.

Hins vegar hefði Ólafur tekið réttan pól í hæðina í Icesave-málinu og talað máli þjóðarinnar út á við á meðan stjórnvöld hefðu annaðhvort ekki getað það eða ekki viljað það.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert