„Það er illa rutt“

Snjó hefur kyngt niður á höfuðborgarsvæðinu undanfarið. Myndin er úr …
Snjó hefur kyngt niður á höfuðborgarsvæðinu undanfarið. Myndin er úr myndasafni. Steinunn Ásmundsdóttir

„Það er illa rutt, allt í bunk­um og klaka. Ein­fald­lega slæmt ástand,“ sagði leigu­bíl­stjóri hjá BSR sem var spurður hvernig væri að kom­ast um í höfuðborg­inni. Óvenju­mikið hef­ur snjóað á höfuðborg­ar­svæðinu und­an­farið.

Menn hafa verið að festa bíla í hliðargöt­um og víðar þar sem er illa rutt. Nokkuð er um að fjór­hjóla­drifs­bíl­ar séu notaðir sem leigu­bíl­ar og kem­ur það sér vel í ófærðinni.

Bíl­stjór­ar hjá BSR sögðu margt fólk vera í vinnu og vera á ferðinni í öðrum er­ind­um um hátíðarn­ar. Því væri und­ar­legt að ekki skyldi vera veitt betri þjón­usta við að ryðja göt­ur í borg­inni. 

Þeir sögðu að ekki hefði verið meira að gera en endra­nær vegna ófærðar­inn­ar und­an­farið.

Þá hafa marg­ir leigu­bíl­stjór­ar kvartað yfir því hvað mikið hef­ur verið dregið úr götu­lýs­ingu. Það sé und­ar­legt, í landi sem býr yfir nægri raf­orku, að spara lýs­ing­una í svart­asta skamm­deg­inu og slæmu skyggni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert