Um 13.500 tonn af Norðuríshafsþorski

Frá þorskveiðum. Mynd úr safni.
Frá þorskveiðum. Mynd úr safni. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Íslensk skip fá að veiða um 13.500 tonn af Norðuríshafsþorski innan norsku og rússnesku lögsögunnar árið 2012, samkvæmt reglugerð sem Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur gefið út.

Byggir reglugerðin á samningi Íslands, Noregs og Rússlands frá 15. maí 1999. Íslensk skip fá leyfi til 6.835 tonna veiði innan norskrar lögsögu norðan við 62°00‘N og utan 12 sjómílna frá grunnlínu. Heimilt er að hafa allt að 30% meðafla í öðrum tegundum samkvæmt reglum sem kveðið er nánar á um í reglugerð.

Í efnahagslögsögu Rússlands utan 12 sjómílna fá íslensk skip með sama hætti 4.272 tonna úthlutun og einnig hér gilda sérreglur um meðafla sem getur verið allt að 20% í ýsu og 10% í öðrum tegundum, segir í tilkynningu frá ráðuneytinu.

Heimildum þessum er úthlutað samkvæmt aflahlutdeild en í báðum tilvikum kemur til frádráttar 1,33% skerðing samkvæmt 3. mgr. 8. gr. laga nr. 116/2006.

Þessu til viðbótar hafa íslensk skip heimildir til veiða á 2.563 tonnum af þorski í rússneskri lögsögu, enda komi sérstakt gjald fyrir. Við þær gilda sömu reglur um meðafla, hann má vera allt að 20% af ýsu og 10% í öðrum tegundum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert