„Volcano" einkennandi fyrir Ísland

mbl.is/Júlíus

Neyt­enda­stofa seg­ir að orðið volcano þýði eld­fjall eða eld­stöð og ljóst að það heiti sé mjög ein­kenn­andi fyr­ir Ísland. Því sé ekki hægt að fall­ast á að notk­un heit­is­ins geti notið einka­rétt­ar.

Volcano Ice­land ehf. leitaði til Neyt­enda­stofu vegna notk­un­ar V.D. Hönn­un­ar­húss ehf. á heit­un­um Volcano Design og Volcano Icelandic Design. Taldi Volcano Ice­land að notk­un­in gæti valdið rugl­ingi við Volcano Ice­land enda séu vörumerk­in bæði notuð fyr­ir hönn­un á tískufatnaði.

„Orðið volcano þýðir eld­fjall eða eld­stöð og ljóst að það heiti er mjög ein­kenn­andi fyr­ir Ísland. Þó svo heitið sé ekki beint ein­kenn­andi fyr­ir starf­semi fyr­ir­tækj­anna er heitið al­mennt heiti og eðli­legt að það sé notað til þess að vekja at­hygli á ís­lenskri hönn­un.

Telja verði úti­lokað að heitið feng­ist skráð sem orðmerki enda bæði fyr­ir­tæk­in fengið heitið skráð sem mynd­merki hjá Einka­leyf­a­stofu. Heitið get­ur því ekki notið einka­rétt­ar," seg­ir á vef Neyt­enda­stofu.

Var því niðurstaða Neyt­enda­stofu sú að notk­un V.D. Hönn­un­ar­húss á heit­un­um Volcano Design og Volcano Icelandic Design væri ekki brot á lög­um um eft­ir­lit með viðskipta­hátt­um og markaðssetn­ingu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert