Breytingar á ríkisstjórninni ræddar

mbl.is / Hjörtur

Þing­flokk­ar rík­is­stjórn­ar­flokk­anna, Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs, funda á morg­un og þar verður lögð fram til­laga um breyt­ing­ar á rík­is­stjórn­inni. Þetta staðfest­ir þing­flokks­formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Odd­ný G. Harðardótt­ir, í sam­tali við mbl.is.

Aðspurð sagðist hún þó ekki geta tjáð sig um það hvaða breyt­ing­ar á rík­is­stjórn­inni yrðu lagðar til og þá ekki síst vegna þess að hún vissi ekki hverj­ar þær væru.

Þá hef­ur verið boðað til fund­ar í flokks­stjórn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar á morg­un kl. 18:30 á Nordica Hót­el vegna breyt­inga á rík­is­stjórn. Vísað er í lög flokks­ins um að boða megi slík­an fund með sól­ar­hrings­fyr­ir­vara og að bera eigi breyt­ing­ar á starf­andi rík­is­stjórn und­ir flokks­stjórn.

Fram kem­ur að ein­ung­is eitt mál sé á dag­skrá fund­ar­ins, „áform um breyt­ing­ar á rík­is­stjórn.“

Vanga­velt­ur hafa helst verið und­an­farið um það hvort Jón Bjarna­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, kunni að hverfa úr rík­is­stjórn­inni og sömu­leiðis Árni Páll Árna­son, efna­hags- og viðskiptaráðherra.

Þá hef­ur einnig und­ir það síðasta verið rætt um að hugs­an­lega fái Hreyf­ing­in ein­hverja ráðherra­stóla komi hún inn í rík­is­stjórn­ina, en viðræður hafa staðið yfir und­an­farið um að hún veiti stjórn­inni stuðning með ein­um eða öðrum hætti.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert