„Við erum ekki komin á þann stað að geta farið að ræða hvað ber í milli. Þetta hafa verið óformlegar samræður og við höfum ekki farið út í öll þau smáatriði sem til þarf til þess að við getum haldið áfram,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, um viðræður flokksins við oddvita ríkisstjórnarinnar.
Birgitta vildi að öðru leyti ekki tjá sig um viðræðurnar vegna mikilla anna en hún var í óðaönn að ljúka áramótagrein í Morgunblaðið þegar mbl.is ræddi við hana fyrir stundu.