„Gamlir hundar sem engar breytingar vilja“

Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, er harðorður í garð fyrrum …
Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, er harðorður í garð fyrrum félaga.

„All­ir vita að í for­ystu nú­ver­andi rík­is­stjórn­ar eru gaml­ir hund­ar sem eng­ar breyt­ing­ar vilja og það er ótrú­legt að ætla að fram­lengja líf henn­ar,“ skrif­ar Ásmund­ur Ein­ar Daðason, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, á bloggsíðu sína. 

Pist­ill­inn ber yf­ir­skrift­ina „Hvað vak­ir fyr­ir Hreyf­ing­unni?“ og þar spyr Ásmund­ur af hverju eigi að fram­lengja líf rík­is­stjórn­ar sem hafi eng­ar lausn­ir. Það sé von­andi fyr­ir ís­lenska þjóð að Hreyf­ing­in sjái að sér.

„Get­ur verið að þar séu menn frem­ur að hugsa um að fram­lengja eigið póli­tískt líf um 18 mánuði?  Gangi Hreyf­ing­in til liðs við rík­is­stjórn­ina þá er hún að fram­lengja aðgerðal­eysið sem þau hafa gagn­rýnt,“ skrif­ar Ásmund­ur.

„Hugsuður­inn, ef hugsuð skyldi kalla, á bak við þetta er hrun­ráðherr­ann Össur Skarp­héðins­son. Hann virðist vera bú­inn að koma þeim fjar­stæðukenndu hug­mynd­um inn hjá Hreyf­ing­unni að mikl­ar breyt­ing­ar verði á grunn­stefnu rík­is­stjórn­ar­inn­ar ef þau gangi til liðs við hana,“ seg­ir Ásmund­ur enn­frem­ur.

Pist­ill­inn í heild sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert