Vefritið Smugan.is segist hafa heimildir fyrir því að tillagan, sem lögð verður fyrir þingflokks ríkisstjórnarflokkanna á morgun um breytingar á ríkisstjórninni, gangi út á að Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, yfirgefi stjórnina.
Flokksstjórnarfundur hefur verið boðaður innan Samfylkingarinnar klukkan 18:30 á morgun með um sólarhrings fyrirvara og er aðeins eitt mál á dagskrá fundarins samkvæmt tilkynningu á heimasíðu flokksins, áform um breytingar á ríkisstjórninni.
Ríkisráðsfundur verður haldinn á gamlársdag og er gert ráð fyrir því að fyrirhugaðar breytingar á ríkisstjórninni muni þá ganga formlega í gegn.