Snjó kyngir niður

Snjókoma er á suðvesturhorni landsins. Mynd úr safni.
Snjókoma er á suðvesturhorni landsins. Mynd úr safni. mbl.is/Hjörtur

Snjó kyngir nú niður á suðvesturhorni landsins; höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum. Hvasst er á Kjalarnesi og skafrenningur undir Hafnarfjalli og ökumenn beðnir um að fara varlega. Hafa vindhviður undir Hafnarfjalli farið yfir 30 metra á sekúndu í kvöld. Engin alvarleg óhöpp hafa orðið, samkvæmt upplýsingum Neyðarlínunnar, en nokkrir ökumenn lent utan vegar.

Á vef Vegagerðarinnar kemur fram að snjókoma er frá Suðurnesjum og upp á Kjalarnes. Skafrenningur og hálka er á Hellisheiði og í Þrengslum. Á Fróðárheiði er skafrenningur og þæfingur og vindhraði um 18 metrar á sekúndu úr austri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert