Steingrímur vill ekki tjá sig

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Flokks­stjórn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar boðar til fund­ar á morg­un þar sem eitt mál er á dag­skrá; áform um breyt­ing­ar á rík­is­stjórn. Flokks­ráðsfund­ur VG verður einnig hald­inn annað kvöld og er sama mál á dag­skrá. Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, formaður VG, vildi ekki tjá sig um þetta í sam­tali við mbl.is.

Sam­kvæmt frétt vef­rits­ins Smugunn­ar er talið lík­legt að þess­ar breyt­ing­ar fel­ist í því að þeir Árni Páll Árna­son, efna­hags- og viðskiptaráðherra, og Jón Bjarna­son, land­búnaðar- og sjáv­ar­út­vegs­ráðherra, yf­ir­gefi rík­is­stjórn­ina og aðrir komi ekki í þeirra stað.

„Ég tjái mig ekk­ert um þetta á þessu stigi mála,“ sagði Stein­grím­ur J. Sig­fús­son við mbl.is á ní­unda tím­an­um í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert