Steingrímur vill ekki tjá sig

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Flokksstjórn Samfylkingarinnar boðar til fundar á morgun þar sem eitt mál er á dagskrá; áform um breytingar á ríkisstjórn. Flokksráðsfundur VG verður einnig haldinn annað kvöld og er sama mál á dagskrá. Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, vildi ekki tjá sig um þetta í samtali við mbl.is.

Samkvæmt frétt vefritsins Smugunnar er talið líklegt að þessar breytingar felist í því að þeir Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, og Jón Bjarnason, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, yfirgefi ríkisstjórnina og aðrir komi ekki í þeirra stað.

„Ég tjái mig ekkert um þetta á þessu stigi mála,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon við mbl.is á níunda tímanum í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert