Það er hálka á Hellisheiði og hálka og skafrenningur í Þrengslum. Á Suðurlandi er hálka á flestum leiðum þó er þæfingur og snjóþekja á fáfarnari leiðum. Þungfært og skafrenningur er við Vík. Á Suðausturlandi er snjóþekja, hálka og snjókoma. Þæfingsfærð og skafrenningur er frá Vík að Kirkjubæjarklaustri.
Hálka er á Reykjanesbraut og á Grindavíkurvegi. Þæfingsfærð er á Suðurstrandarvegi.
Á Vesturlandi er víðast hvar hálka eða snjóþekja. Hálka er á Fróðárheiði og Vatnaleið. Snjóþekja er á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku.
Á Vestfjörðum er víðast hvar hálka eða snjóþekja en sumstaðar þæfingsfærð og er unnið að hreinsun. Þungfært er í Ísafjarðardjúpi. Ófært er á Kleifaheiði.
Snjóþekja er víða á Norðurlandi, snjóþekja og snjókoma er á Vatnsskarði.
Á Norðaustur- og Austurlandi er víðast hvar hálka en sumstaðar snjóþekja. Hálka og skafrenningur er á Hólasandi.
Þæfingsfærð og skafrenningur er á milli Breiðdalsvíkur og Hafnar. Snjóþekja eða þæfingur er á fáeinum útvegum, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.