Yfir 2.300 umsóknir um greiðsluaðlögun á árinu

Verulega hefur hægst á nýjum umsóknum um greiðsluaðlögun.
Verulega hefur hægst á nýjum umsóknum um greiðsluaðlögun.

Frá 1. janúar til 23. desember á líðandi ári hafa 2.307 einstaklingar sótt um greiðsluaðlögun hjá Embætti umboðsmanns skuldara, UMS, en frá 1. ágúst til 31. desember 2010 bárust 1.496 umsóknir.

Svanborg Sigmarsdóttir, upplýsingafulltrúi hjá UMS, segir í Morgunblaðinu  í dag, að nú bíði 1.369 umsóknir afgreiðslu hjá embættinu og séu þær mislangt komnar í vinnslu. 1.738 umsóknir séu í vinnslu hjá umsjónarmönnum, þar sem verið sé að reyna að semja við kröfuhafa. Mál hafi tafist nokkuð hjá umsjónarmönnum á meðan unnið hafi verið við að endurreikna lán og reynt að ná samkomulagi við kröfuhafa um að afmá veðkröfur í lok samningstímans. Hins vegar standi vonir til að mál fari að koma hraðar frá umsjónarmönnum og samningar verði gerðir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert