Yfir 2.300 umsóknir um greiðsluaðlögun á árinu

Verulega hefur hægst á nýjum umsóknum um greiðsluaðlögun.
Verulega hefur hægst á nýjum umsóknum um greiðsluaðlögun.

Frá 1. janú­ar til 23. des­em­ber á líðandi ári hafa 2.307 ein­stak­ling­ar sótt um greiðsluaðlög­un hjá Embætti umboðsmanns skuld­ara, UMS, en frá 1. ág­úst til 31. des­em­ber 2010 bár­ust 1.496 um­sókn­ir.

Svan­borg Sig­mars­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi hjá UMS, seg­ir í Morg­un­blaðinu  í dag, að nú bíði 1.369 um­sókn­ir af­greiðslu hjá embætt­inu og séu þær mis­langt komn­ar í vinnslu. 1.738 um­sókn­ir séu í vinnslu hjá um­sjón­ar­mönn­um, þar sem verið sé að reyna að semja við kröfu­hafa. Mál hafi taf­ist nokkuð hjá um­sjón­ar­mönn­um á meðan unnið hafi verið við að end­ur­reikna lán og reynt að ná sam­komu­lagi við kröfu­hafa um að afmá veðkröf­ur í lok samn­ings­tím­ans. Hins veg­ar standi von­ir til að mál fari að koma hraðar frá um­sjón­ar­mönn­um og samn­ing­ar verði gerðir.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert