Flokksstjórn Samfylkingarinnar hefur samþykkt tillögu Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra um breytingar á ríkisstjórn. 77 greiddu atkvæði með tillögunni, 18 á móti og voru 10 seðlar auðir.
Samkvæmt upplýsingum mbl.is gætir mikillar óánægju bæði hjá Samfylkingunni og Vinstri grænum. Ráðherraskipti munu fara fram á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í fyrramálið.