Dagur: Ótímabær umræða

Dagur B. Eggertsson í ræðustól á landsfundi flokksins umbrotaárið 2009.
Dagur B. Eggertsson í ræðustól á landsfundi flokksins umbrotaárið 2009. Ómar Óskarsson

Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar, kveðst aðspurður ekki hafa íhugað að bjóða fram krafta sína til formennsku í flokknum, nú þegar Össur Skarphéðinsson kallar eftir nýrri forystu í Samfylkingunni.

Össur lét ummælin falla í samtali við Viðskiptablaðið, líkt og rifjað er upp á öðrum stað á fréttavef Morgunblaðsins í dag.

Dagur telur ekki tímabært að fara að ræða um eftirmann Jóhönnu. 

„Spurningin er með öllu ótímabær. Það er margt annað á dagskrá hjá okkur í Samfylkingunni en formannskjör. Næsta ár felur í sér mjög spennandi tíma hjá Samfylkingunni og ríkisstjórninni. Hitt bíður síns tíma.“

Dagur fæddist árið 1972 og verður fertugur 19. júní nk. Til samanburðar var Össur Skarphéðinsson á 47. aldursári er hann varð fyrsti formaður Samfylkingarinnar árið 2000. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir tók næst við formennskunni 2005 en hún var þá á 51. aldursári. Núverandi formaður, Jóhanna Sigurðar8 dóttir, var á 67. aldursári er hún tók við formennsku vorið 2009.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert