Dagur: Ótímabær umræða

Dagur B. Eggertsson í ræðustól á landsfundi flokksins umbrotaárið 2009.
Dagur B. Eggertsson í ræðustól á landsfundi flokksins umbrotaárið 2009. Ómar Óskarsson

Dag­ur B. Eggerts­son, vara­formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, kveðst aðspurður ekki hafa íhugað að bjóða fram krafta sína til for­mennsku í flokkn­um, nú þegar Össur Skarp­héðins­son kall­ar eft­ir nýrri for­ystu í Sam­fylk­ing­unni.

Össur lét um­mæl­in falla í sam­tali við Viðskipta­blaðið, líkt og rifjað er upp á öðrum stað á frétta­vef Morg­un­blaðsins í dag.

Dag­ur tel­ur ekki tíma­bært að fara að ræða um eft­ir­mann Jó­hönnu. 

„Spurn­ing­in er með öllu ótíma­bær. Það er margt annað á dag­skrá hjá okk­ur í Sam­fylk­ing­unni en for­manns­kjör. Næsta ár fel­ur í sér mjög spenn­andi tíma hjá Sam­fylk­ing­unni og rík­is­stjórn­inni. Hitt bíður síns tíma.“

Dag­ur fædd­ist árið 1972 og verður fer­tug­ur 19. júní nk. Til sam­an­b­urðar var Össur Skarp­héðins­son á 47. ald­ursári er hann varð fyrsti formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar árið 2000. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir tók næst við for­mennsk­unni 2005 en hún var þá á 51. ald­ursári. Nú­ver­andi formaður, Jó­hanna Sig­urðar8 dótt­ir, var á 67. ald­ursári er hún tók við for­mennsku vorið 2009.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert