Fleiri konur ráðherrar en karlar

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra kemur af þingflokksfundinum
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra kemur af þingflokksfundinum mbl.is/Árni Sæberg

Fimm konur munu gegna embætti ráðherra í ríkisstjórn Íslands eftir nýjustu breytingar á skipan ráðherra. Alls verða fjórir karlar ráðherrar og er þetta í fyrsta skipti í sögu lýðveldisins sem fleiri konur en karlar gegna embætti ráðherra.

Ráðherrarnir verða: Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra, Oddný G. Harðardóttir, fjármálaráðherra, og Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra. Katrín fer hins vegar í fæðingarorlof á fyrri hluta næsta árs.

Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvegaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, og Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert