Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, fundaði í gær með Kristjáni Birni Ómarssyni hugvitsmanni um þróun umhverfisvæns blöndungs sem byggður er á íslensku hugviti.
Fram kemur á vef forsetaembættisins að nýi blöndungurinn dragi verulega úr mengun og stuðli að orkusparnaði.
Segir þar jafnframt að forsetinn hafi fylgst með þróun þessarar tækni á undanförnum árum.
Kristján Björn hlaut Nýsköpunarverðlaunin 2001 auk verðlauna Evrópuráðsins fyrir hönnun eldsneytiskerfis fyrir smávélar.
Morgunblaðið hefur sagt ítarlega frá tækniþróun Kristjáns Björns.