Katrín mun fá ráðuneyti eftir orlofið

Katrín Júlíusdóttir er iðnaðarráðherra.
Katrín Júlíusdóttir er iðnaðarráðherra. mbl.is/Eggert

Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, mun fá ráðuneyti er hún snýr til baka úr fæðingarorlofi. Þetta tilkynnti Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, á flokksstjórnarfundinum á Hótel Nordica áðan. Jóhanna sagði ekki hvaða ráðuneyti það yrði. Komið hefur fram í fréttum í dag að iðnaðarráðuneytið verður lagt niður, verkefni ráðuneytisins fara annaras vegar til nýs atvinnuvegaráðuneytis og hins vegar í umhverfis- og auðlindaráðuneyti.

Katrín fer í fæðingarlorlof í febrúar. Hún verður í sex mánuði í orlofi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert