Samkvæmt heimildum mbl.is greiddu Kristján Möller og Sigmundur Ernir Rúnarsson atkvæði gegn breytingartillögu Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra um ráðherraskipan sem borin var fram á þingflokksfundi í kvöld.
Aðrir þingmenn studdu tillöguna, en Árni Páll Árnason sat hjá.
Að sögn fundarmanna er nokkur hiti í fundarmönnum og mun Kristján Möller vera mjög óánægður með tillöguna og fara nokkuð mikinn í fundarsal ásamt samfylkingarmönnum úr Kópavogi.