Kristján og Sigmundur á móti

Samfylkinginn fundur um ráðherraskipti
Samfylkinginn fundur um ráðherraskipti Árni Sæberg

Samkvæmt heimildum mbl.is greiddu Kristján Möller og Sigmundur Ernir Rúnarsson atkvæði gegn breytingartillögu Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra um ráðherraskipan sem borin var fram á þingflokksfundi í kvöld.

Aðrir þingmenn studdu tillöguna, en Árni Páll Árnason sat hjá.

Að sögn fundarmanna er nokkur hiti í fundarmönnum og mun Kristján Möller vera mjög óánægður með tillöguna og fara nokkuð mikinn í fundarsal ásamt samfylkingarmönnum úr Kópavogi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert