Látinn víkja vegna ESB

Jón Bjarnason mætir á fund VG
Jón Bjarnason mætir á fund VG mbl.is/Ómar Óskarsson

Jón Bjarna­son, sem er að láta af embætti sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, seg­ir að kraf­an um úr­sögn hans úr rík­is­stjórn sé til­kom­in vegna af­stöðu hans til Evr­ópu­sam­bands­ins. Hann gagn­rýn­ir Stein­grím  J. Sig­fús­son í yf­ir­lýs­ingu sem hann hef­ur sent frá sér.

Harm­ar þessi mála­lok fyr­ir VG

„Krafa um úr­sögn mína úr rík­is­stjórn sem nú hef­ur náð fram að ganga er eins og ít­rekað hef­ur komið fram, kom­in til vegna af­stöðu minn­ar til aðild­ar Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu.

Ég stend per­sónu­lega sátt­ur upp frá borði eft­ir ár­ang­urs­rík­an ráðherra­fer­il. En um leið harma ég þessi mála­lok fyr­ir minn flokk, kjós­end­ur VG og einnig þann málstað sem hef­ur verið horn­steinn í okk­ar stefnu. Það er mér mikið áhyggju­efni hvernig formaður VG held­ur hér á mál­um gagn­vart sam­starfs­flokki sín­um án þess að hlusta á lýðræðis­leg­ar stofn­an­ir og grasrót Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar græns fram­boðs.

Ég tel að með þeirri niður­stöðu sem nú ligg­ur fyr­ir sé enn og aft­ur höggvið stórt skarð í þann trú­verðug­leika sem VG hef­ur haft sem stjórn­mála­hreyf­ing. Okk­ur sem stönd­um vakt­ina fyr­ir hug­sjón­ir VG bíður mikið og erfitt verk­efni end­ur­reisn­ar. Þar mun ég ekki liggja á liði mínu og ég heiti á mitt stuðnings­fólk að vinna að mál­efn­um okk­ar og þeirri vinstri­stefnu sem hreyf­ing okk­ar hef­ur staðið fyr­ir allt frá stofn­un. Á því þarf Vinstri­hreyf­ing­in grænt fram­boð og sá málstaður sem hún var stofnuð um nú meira að halda en nokkru sinni.

Einn af horn­stein­um í stefnu VG er kraf­an um full­veldi Íslands og þar með af­drátt­ar­laus andstaða við aðild að ESB. Við mynd­un meiri­hluta­stjórn­ar Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur vorið 2009 var um það samið milli flokk­anna að virða skyldi ólík­ar áhersl­ur í þessu deilu­máli. At­b­urðarás­in sem síðan hef­ur átt sér stað sýn­ir okk­ur að þar fylgdi ekki hug­ur máli hjá þeim sem öt­ul­ast berj­ast fyr­ir aðild að ESB. Nú er svo komið að þrír af þing­mönn­um VG hafa gengið út og mér sem ráðherra er vikið úr embætti fyr­ir að vilja gæta vel að hags­mun­um Íslands í þess­um mál­um.

Und­ir minni for­ystu hef­ur mik­il vinna farið fram inn­an sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðuneyt­is við aðild­ar­um­sókn að ESB í sam­ræmi við fyr­ir­mæli Alþing­is. Þess hef­ur jafn­framt verið gætt að í engu sé farið út fyr­ir það umboð sem Alþingi veitti rík­is­stjórn­inni með þings­álykt­un­ar­til­lögu sinni þann 16. júlí 2009. Slík var­færni og ábyrgð er afar mik­il­væg þegar um er að ræða meðferð ís­lenskra hags­muna í milli­ríkja­samn­ing­um. Án efa mun brott­hvarf mitt úr rík­is­stjórn gleðja marga þá sem ákaf­ast berj­ast fyr­ir skil­yrðis­lausri aðild Íslands að ESB og telja sér­tæka hags­muni Íslands litlu skipta.

Um leið og ég óska ráðherr­um velfarnaðar í störf­um sín­um og þakka sam­ráðherr­um mín­um sam­starfið vil ég senda stuðnings­fólki og lands­mönn­um öll­um bestu ósk­ir um gleðilegt ár og far­sælt kom­andi ár," seg­ir í yf­ir­lýs­ingu Jóns.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert