Margir fá ekkert frá TR

Fjöldi ellilífeyrisþega hjá Tryggingastofnun ríkisins.
Fjöldi ellilífeyrisþega hjá Tryggingastofnun ríkisins. mbl.is

Þeim fækkar stöðugt sem fá greiddan grunnlífeyri frá Tryggingastofnun ríkisins. Ástæðan er sú að þegar greiðslur úr lífeyrissjóðum aukast skerðist lífeyrir frá TR. Á síðasta ári fengu um 2.800 færri einstaklingar greiddan grunnlífeyri frá TR en árið 2008 þrátt fyrir að eldri borgurum hefði fjölgað á þessu tímabili.

Grunnlífeyrir Tryggingastofnunar er núna 32.775 kr. á mánuði. Hann byrjar að skerðast þegar tekjur ellilífeyrisþega fara upp í 215 þúsund á mánuði og fellur alveg niður þegar lífeyrisþegar eru með 332 þúsund krónur í tekjur á mánuði.

Í fréttaskýringu um þetta mál í Morgunblaðinu í dag gagnrýnir Kári Arnór Kárason, framkvæmdastjóri lífeyrissjóðsins Stapa, þessar skerðingar. Verið sé að skerða lífeyri fólks með meðaltekjur. Fólk sem sparað hafi í lífeyrissjóð alla starfsævina spyrji eðlilega hver sé tilgangurinn þegar ríkið taki hluta sparnaðarins til sín í formi skerðingar á grunnlífeyri.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert