Margir fá ekkert frá TR

Fjöldi ellilífeyrisþega hjá Tryggingastofnun ríkisins.
Fjöldi ellilífeyrisþega hjá Tryggingastofnun ríkisins. mbl.is

Þeim fækk­ar stöðugt sem fá greidd­an grunn­líf­eyri frá Trygg­inga­stofn­un rík­is­ins. Ástæðan er sú að þegar greiðslur úr líf­eyr­is­sjóðum aukast skerðist líf­eyr­ir frá TR. Á síðasta ári fengu um 2.800 færri ein­stak­ling­ar greidd­an grunn­líf­eyri frá TR en árið 2008 þrátt fyr­ir að eldri borg­ur­um hefði fjölgað á þessu tíma­bili.

Grunn­líf­eyr­ir Trygg­inga­stofn­un­ar er núna 32.775 kr. á mánuði. Hann byrj­ar að skerðast þegar tekj­ur elli­líf­eyr­isþega fara upp í 215 þúsund á mánuði og fell­ur al­veg niður þegar líf­eyr­isþegar eru með 332 þúsund krón­ur í tekj­ur á mánuði.

Í frétta­skýr­ingu um þetta mál í Morg­un­blaðinu í dag gagn­rýn­ir Kári Arn­ór Kára­son, fram­kvæmda­stjóri líf­eyr­is­sjóðsins Stapa, þess­ar skerðing­ar. Verið sé að skerða líf­eyri fólks með meðal­tekj­ur. Fólk sem sparað hafi í líf­eyr­is­sjóð alla starfsæv­ina spyrji eðli­lega hver sé til­gang­ur­inn þegar ríkið taki hluta sparnaðar­ins til sín í formi skerðing­ar á grunn­líf­eyri.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert