Oddný nýr fjármálaráðherra

Oddný G. Harðardóttir.
Oddný G. Harðardóttir. althingi.is

Þing­flokks­fund­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sem átti að ljúka núna klukk­an hálf­sjö, hef­ur verið fram­lengd­ur um hálf­tíma, til klukk­an sjö. Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is verður Odd­ný G. Harðardótt­ir, formaður þing­flokks Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, næsti fjár­málaráðherra.Stjórn flokks­ins tín­ist nú inn á Hót­el Nordica, en fund­ur henn­ar á að hefjast strax að lokn­um fundi þing­flokks­ins.

Fund­ur þing­flokks­ins hófst þegar klukk­una vantaði kort­er í sex og var boðað til hans til að ræða breyt­ing­ar á rík­is­stjórn. Þing­menn voru ekki reiðubún­ir til að tjá sig mikið fyr­ir fund­inn, Árni Páll Árna­son, efna­hags- og viðskiptaráðherra. sagðist t.d. ekki geta svarað því hvort hann væri á leið út úr rík­is­stjórn og Guðbjart­ur Hann­es­son sagðist sömu­leiðis ekki geta svarað neinu um hvort hann væri að færa sig um set; úr vel­ferðarráðuneyt­inu yfir í efna­hags- og viðskiptaráðuneytið.

Odd­ný er fædd í Reykja­vík 9. apríl 1957. Hún er með B.Ed.-próf KHÍ 1980. Stærðfræðinám til kennslu­rétt­inda á fram­halds­skóla­stigi HÍ 1991. MA-próf í upp­eld­is- og mennt­un­ar­fræði HÍ 2001.      

Odd­ný var grunn­skóla­kenn­ari 1980-1985. Kenn­ari við Fjöl­brauta­skóla Suður­nesja 1985-1993, deild­ar­stjóri stærðfræðideild­ar 1988-1990, sviðsstjóri stærðfræði- og raun­greina­sviðs 1990-1993. Kenn­ari við Mennta­skól­ann á Ak­ur­eyri 1993-1994. Aðstoðarskóla­meist­ari Fjöl­brauta­skóla Suður­nesja 1994-2003. Vann við skipu­lag og stjórn­un vett­vangs­náms á veg­um End­ur­mennt­un­ar HÍ fyr­ir starf­andi stjórn­end­ur í fram­halds­skól­um 2001-2002. Verk­efn­is­stjóri í mennta­málaráðuneyt­inu 2003-2004. Skóla­meist­ari Fjöl­brauta­skóla Suður­nesja 2005. Bæj­ar­stjóri Sveit­ar­fé­lags­ins Garðs 2006-2009 en hún var kjör­in á Alþingi árið 2009 fyr­ir Sam­fylk­ing­una í Suður­kjör­dæmi.

Odd­ný sat í fjár­laga­nefnd 2009-2011 (form. 2010-2011), mennta­mála­nefnd 2009-2011 (form. 2009-2010), sam­göngu­nefnd 2009-2010, þing­manna­nefnd til að fjalla um skýrslu rann­sókn­ar­nefnd­ar Alþing­is 2009-2010, alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd 2011-, þing­skapanefnd 2011-.

Þingflokksfundur Samfylkingarinnar
Þing­flokks­fund­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Árni Pál Árnason
Árni Pál Árna­son mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Rætt um breytingar á ráðherrum hjá Samfylkingunni í kvöld
Rætt um breyt­ing­ar á ráðherr­um hjá Sam­fylk­ing­unni í kvöld mbl.is/Á​rni Sæ­berg
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert