Oddný nýr fjármálaráðherra

Oddný G. Harðardóttir.
Oddný G. Harðardóttir. althingi.is

Þingflokksfundur Samfylkingarinnar, sem átti að ljúka núna klukkan hálfsjö, hefur verið framlengdur um hálftíma, til klukkan sjö. Samkvæmt heimildum mbl.is verður Oddný G. Harðardóttir, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, næsti fjármálaráðherra.Stjórn flokksins tínist nú inn á Hótel Nordica, en fundur hennar á að hefjast strax að loknum fundi þingflokksins.

Fundur þingflokksins hófst þegar klukkuna vantaði korter í sex og var boðað til hans til að ræða breytingar á ríkisstjórn. Þingmenn voru ekki reiðubúnir til að tjá sig mikið fyrir fundinn, Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra. sagðist t.d. ekki geta svarað því hvort hann væri á leið út úr ríkisstjórn og Guðbjartur Hannesson sagðist sömuleiðis ekki geta svarað neinu um hvort hann væri að færa sig um set; úr velferðarráðuneytinu yfir í efnahags- og viðskiptaráðuneytið.

Oddný er fædd í Reykjavík 9. apríl 1957. Hún er með B.Ed.-próf KHÍ 1980. Stærðfræðinám til kennsluréttinda á framhaldsskólastigi HÍ 1991. MA-próf í uppeldis- og menntunarfræði HÍ 2001.      

Oddný var grunnskólakennari 1980-1985. Kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja 1985-1993, deildarstjóri stærðfræðideildar 1988-1990, sviðsstjóri stærðfræði- og raungreinasviðs 1990-1993. Kennari við Menntaskólann á Akureyri 1993-1994. Aðstoðarskólameistari Fjölbrautaskóla Suðurnesja 1994-2003. Vann við skipulag og stjórnun vettvangsnáms á vegum Endurmenntunar HÍ fyrir starfandi stjórnendur í framhaldsskólum 2001-2002. Verkefnisstjóri í menntamálaráðuneytinu 2003-2004. Skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurnesja 2005. Bæjarstjóri Sveitarfélagsins Garðs 2006-2009 en hún var kjörin á Alþingi árið 2009 fyrir Samfylkinguna í Suðurkjördæmi.

Oddný sat í fjárlaganefnd 2009-2011 (form. 2010-2011), menntamálanefnd 2009-2011 (form. 2009-2010), samgöngunefnd 2009-2010, þingmannanefnd til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis 2009-2010, allsherjar- og menntamálanefnd 2011-, þingskapanefnd 2011-.

Þingflokksfundur Samfylkingarinnar
Þingflokksfundur Samfylkingarinnar mbl.is/Árni Sæberg
Árni Pál Árnason
Árni Pál Árnason mbl.is/Árni Sæberg
Rætt um breytingar á ráðherrum hjá Samfylkingunni í kvöld
Rætt um breytingar á ráðherrum hjá Samfylkingunni í kvöld mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert