Óhöpp í þæfingsfærð

Ökumaður þessa jepplings er einn af fjölmörgum sem hafa lent …
Ökumaður þessa jepplings er einn af fjölmörgum sem hafa lent í vandræðum í vetrarfærðinni í dag. Myndin er tekin á Kjalarnesi. mbl.is/Eggert

Vetr­ar­færð er um allt land og hafa marg­ir öku­menn lent í vand­ræðum; hafnað utan veg­ar eða fest bíla í sköfl­um. Á Grinda­vík­ur­vegi hafnaði rúta utan veg­ar nú á öðrum tím­an­um. Þá lenti vöru­bif­reið í vand­ræðum á Suður­lands­vegi við Litlu kaffi­stof­una.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Vega­gerðinni er unnið að því að aðstoða bíl­ana. Vöru­bif­reiðin lok­ar veg­in­um en menn binda von­ir við að það muni ekki taka lang­an tíma að opna aft­ur fyr­ir um­ferð.

Víða er vond færð á höfuðborg­ar­svæðinu, m.a. á Vík­ur­vegi í Grafar­vogi. Að sögn blaðamanns mbl.is er nú löng bílaröð þar.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Slökkviliði höfuðborg­ar­svæðis­ins hef­ur eng­an sakað í þeim óhöpp­um sem hafa orðið í dag.

Snjó­blás­ari kem­ur að góðum not­um

Arn­ar E. Ragn­ars­son, flokks­stjóri í þjón­ustu­stöð Vega­gerðar­inn­ar í Hafnar­f­irði, seg­ir að um 20 tæki vinni nú að því að ryðja og moka snjó á og við höfuðborg­ar­svæðið. Í nógu hafi verið að snú­ast í all­an dag við að halda aðalleiðum opn­um. Á Suður­nesj­um og á Vest­ur­lands­vegi skef­ur mikið og hafa starfs­menn Vega­gerðar­inn­ar m.a. þurft að nota snjó­blás­ara. Arn­ar seg­ir að það séu liðin nokk­ur ár frá því menn hafi þurft að nota blás­ar­ann inn­an­bæjar. Hann komi nú að góðum not­um.

Aðspurður seg­ir hann að al­menn­ir öku­menn sýni starfs­mönn­um Vega­gerðar­inn­ar skiln­ing þar sem þeir eru að störf­um.

Hvasst á Kjal­ar­nesi

Á Kjal­ar­nesi er þæf­ings­færð og þar er nú hvöss austn­orðaustanátt. Í hviðum hef­ur vind­hraðinn mælst 23 metr­ar á sek­úndu að því er fram kem­ur á vef Vega­gerðar­inn­ar.

Vega­gerðin seg­ir að hálku­blett­ir séu á höfuðborg­ar­svæðinu. Snjóþekja er á Reykja­nes­braut og á Grinda­vík­ur­vegi er ansi blint, þæf­ings­færð og slæmt ferðaveður. Þar fór rúta út af veg­in­um nú á öðrum tím­an­um. Að sögn Vega­gerðar­inn­ar er unnið að því að koma henni til aðstoðar.

Nokk­ur hálka er á Suður­nesj­um. Þæf­ings­færð er á eystri hluta Suður­strand­ar­veg­ar en ófært á vest­ari hluta leiðar­inn­ar.

Vegna veðurs hef­ur verið horfið frá mokstri á Suður­strand­ar­vegi og Krýsu­vík­ur­vegi sem er líka ófær.

Bílar standa kyrrstæðir í röð á Víkurvegi í dag og …
Bíl­ar standa kyrr­stæðir í röð á Vík­ur­vegi í dag og bíða þess að snjómokst­ur­tæki greiði götu þeirra. mbl.is/​Hjört­ur
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert