Segir Jóhönnu ganga erinda ESB

Ragnar Arnalds
Ragnar Arnalds

Ragnar Arnalds, fyrrverandi fjármálaráðherra og formaður Alþýðubandalagsins, segir að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sé að ganga hagsmuna Evrópusambandsins með því að ýta Jóni Bjarnasyni úr ríkisstjórninni.

„Skammt er síðan forystulið ESB lét sig ekki muna um að koma háttsettum fyrrum embættismönnum úr starfsliði sínu í Brussel í stóla forsætisráðherra í tveimur aðildarríkjum, þ.e. á Grikklandi og Ítalíu. Þessu yfirþjóðlega liði finnst því sjálfsagt ekki til of mikils mælst að hér norður á Íslandi sé svo sem eins og einum landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra kippt úr umferð, svo að hann sé ekki að þvælast lengur fyrir áformum ESB.

En ætlar forysta og þingflokkur VG að láta það yfir sig ganga? Það er spurning dagsins í dag,“ segir Ragnar Arnalds á vefsíðu Vinstrivaktarinnar.

Pistill Ragnars

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert