Segir tillögum vel tekið

Jóhanna Sigurðardóttir og Árni Páll Árnason
Jóhanna Sigurðardóttir og Árni Páll Árnason mbl.is/Eggert Jóhannesson

Til­lög­um um breyt­ing­ar á rík­is­stjórn var vel tekið, að sögn Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur for­sæt­is­ráðherra að lokn­um þing­flokks­fundi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Hún sagði að það yrði að koma í ljós hvort hún nyti stuðnings þing­flokks­ins. Árni Páll Árna­son er ekki leng­ur ráðherra.

„Nú eru þetta í hönd­um flokks­stjórn­ar­inn­ar,“ sagði Árni Páll Árna­son eft­ir að þing­flokks­fundi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar lauk klukk­an sjö í kvöld. „Fólkið í flokks­stjórn fer yfir þetta.“

„Það vita all­ir fyr­ir hvað ég stend. Ég hef unnið mín verk eins og ég hef gert og hef lagt mig fram, ég hef lagt metnað minn í þau og reynt að vinna með opn­um og gagn­sæj­um hætti. Ég uni þeim stað sem mín­ir flokks­menn ákveða.“

Hann sagðist ekk­ert geta sagt til um hvort þess­ar breyt­ing­ar myndu styrkja eða veikja rík­is­stjórn­ina.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert