Tillögum um breytingar á ríkisstjórn var vel tekið, að sögn Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra að loknum þingflokksfundi Samfylkingarinnar. Hún sagði að það yrði að koma í ljós hvort hún nyti stuðnings þingflokksins. Árni Páll Árnason er ekki lengur ráðherra.
„Nú eru þetta í höndum flokksstjórnarinnar,“ sagði Árni Páll Árnason eftir að þingflokksfundi Samfylkingarinnar lauk klukkan sjö í kvöld. „Fólkið í flokksstjórn fer yfir þetta.“
„Það vita allir fyrir hvað ég stend. Ég hef unnið mín verk eins og ég hef gert og hef lagt mig fram, ég hef lagt metnað minn í þau og reynt að vinna með opnum og gagnsæjum hætti. Ég uni þeim stað sem mínir flokksmenn ákveða.“
Hann sagðist ekkert geta sagt til um hvort þessar breytingar myndu styrkja eða veikja ríkisstjórnina.