Sjálfstæðisflokkurinn með 38%

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins mbl.is/Kristinn Ingvarsson

38 prósent segjast myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef kosið yrði til Alþingis í dag samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup í desember. 21% myndi kjósa Samfylkinguna, rösklega 14% Framsóknarflokkinn, tæplega 14% Vinstri hreyfinguna - grænt framboð og tæplega 3% Hreyfinguna, að því er fram kemur á vef RÚV.

Einn af hverjum tíu segist myndu kjósa aðra flokka en sæti eiga á Alþingi í dag. Nær 15% svarenda taka ekki afstöðu eða neita að gefa hana upp og tæplega 16% segjast myndu skila auðu eða sleppa því að kjósa. Stuðningur við ríkisstjórnina mælist 32 prósent og minnkar um eitt prósentustig milli mánaða. Svarhlutfall var tæp 64%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert