Steingrímur verði atvinnuvegaráðherra

Forustumenn ríkisstjórnarinnar.
Forustumenn ríkisstjórnarinnar. mbl.is/Árni Sæberg.

Steingrímur J. Sigfússon vill að sögn fréttastofu Bylgjunnar taka við nýju atvinnumálaráðuneyti og að fjármálaráðuneytið færist til Samfylkingarinnar.

Fram kom að vilji forustumanna ríkisstjórnarinnar sé að sameina sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti og efnahags- og viðskiptaráðuneyti og færa þangað verkefni úr iðnaðarráðuneyti. Einnig verði verkefni færð frá iðnaðarráðuneyti til umhverfisráðuneytis sem verði umhverfis- og auðlindaráðuneyti.

Gert er ráð fyrir að Jón Bjarnason, landbúnaðar- og sjávarútvgsráðherra, og Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, hætti sem ráðherrar en verkefni ráðuneyta þeirra verði færð tímabundið til annarra ráðherra. Sérstök ráðherranefnd verður stofnuð til að fjalla um breytingar á stjórnarráðinu.

Þingflokkar ríkisstjórnarinnar hafa verið boðaðir til fundar í kvöld til að fjalla um breytingarnar á ríkisstjórninni. Hefðbundinn ríkisráðsfundur hefur verið boðaður á Bessastöðum klukkan 9:30 í fyrramálið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert