Tengist ekki Evrópumálunum

Árni Þór Sigurðsson og Steingrímur J. Sigfússon á fundi VG.
Árni Þór Sigurðsson og Steingrímur J. Sigfússon á fundi VG. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Nei, ég treysti því að þetta hafi eng­in áhrif á hann enda er þetta ein­göngu breyt­ing á verka­skipt­ingu á mann­skap en ekki stefnu. Við störf­um áfram á grund­velli sömu stefnu­yf­ir­lýs­ing­ar og það eru eng­in mál­efna­leg tíma­mót í þessu fólg­in þannig að það gefi til­efni til ein­hvers slíks enda hef ég ekki heyrt neitt slíkt.“

Þetta sagði Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, formaður Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs, að aflokn­um þing­flokks­fundi flokks­ins í kvöld þar sem breyt­ing­ar á rík­is­stjórn­inni voru rædd­ar, aðspurður hvort þær kynnu að veikja þing­meiri­hluta stjórn­ar­inn­ar.

Stein­grím­ur hafn­ar því al­farið að breyt­ing­arn­ar á rík­is­stjórn­inni teng­ist Evr­ópu­mál­un­um eins og Jón Bjarna­son, frá­far­andi sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, hef­ur full­yrt. „Það er al­ger­lega óskylt mál og er ekk­ert á dag­skrá í þessu sam­bandi. Það mál er al­veg í óbreytt­um far­vegi og hef­ur enga skír­skot­un í þessu sam­bandi,“ sagði hann.

Hann hafn­ar því einnig að viðræður við Hreyf­ing­una um að hún veitti rík­is­stjórn­inni stuðning á Alþingi fælu það í sér að stjórn­ar­flokk­arn­ir treystu ekki á þing­meiri­hluta sinn.

„Nei nei, það var ein­fald­lega þannig að þing­menn höfðu verið að stinga hér sam­an nefj­um í lok þing­halds­ins í des­em­ber og þeim skila­boðum var komið til okk­ar að það væri áhugi á því að við rædd­um sam­an um til­tek­in for­gangs­verk­efni sem menn gætu hugs­an­lega átt sam­leið um að hrinda í fram­kvæmd og við urðum auðvitað góðfús­lega við því að eiga óform­leg­ar viðræður við þau. Þær voru gagn­leg­ar og mjög vin­sam­leg­ar og við skild­um í góðu þó það leiddi ekki til neinn­ar sér­stakr­ar niður­stöðu,“ seg­ir Stein­grím­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert