Unnið að hreinsun vega

Unnið er að hreinsun vega víða um land.
Unnið er að hreinsun vega víða um land. Skapti Hallgrímsson

Snjóþekja og skafrenningur er á Sandskeiði og Hellisheiði en hálka og éljagangur í Þrengslum.  Á Suðurlandi er víðast hvar hálka eða snjóþekja en þó er sumstaðar þæfingur eða jafnvel þungfært á fáfarnari vegum.

Hálkublettir eru á Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi sem og víðast á Suðurnesjum. Verið er að moka bæði Krýsuvíkurveg og Suðurstrandarveg.

Snjóþekja er á flestum vegum á Vesturlandi og víða ofankoma. Þæfingsfærð er á leiðinni upp í Húsafell og á Laxárdalsheiði en þungfært á Heydal. Þarna er þó verið að moka.

Á Vestfjörðum er verið að hreinsa vegi. Þæfingsfærð er enn á Barðaströnd og austur yfir Klettsháls.

Á Norðurlandi vestra er hálka eða snjóþekja. Flughált er úr Fljótum inn að Hofsósi.

Á Norðurlandi eystra  og Austurlandi er hálka víðast hvar en að öðru leyti þokkalegar aðstæður.

Snjóþekja er frá Höfn vestur á Skeiðarársand en annars er hálka á Suðausturlandi.

Misjafnir þjónustutímar

Vegfarendur eru beðnir að hafa í huga að víða er ekki mokstur, eða önnur þjónusta á vegum, á kvöldin og nóttunni. Raunar eru sumir vegir ekki í þjónustu nema fáa daga í viku. Upplýsingar um þjónustutíma eru á vef Vegagerðarinnar og í síma 1777.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert