Unnið að hreinsun vega

Unnið er að hreinsun vega víða um land.
Unnið er að hreinsun vega víða um land. Skapti Hallgrímsson

Snjóþekja og skafrenn­ing­ur er á Sand­skeiði og Hell­is­heiði en hálka og élja­gang­ur í Þrengsl­um.  Á Suður­landi er víðast hvar hálka eða snjóþekja en þó er sumstaðar þæf­ing­ur eða jafn­vel þung­fært á fá­farn­ari veg­um.

Hálku­blett­ir eru á Reykja­nes­braut og Grinda­vík­ur­vegi sem og víðast á Suður­nesj­um. Verið er að moka bæði Krýsu­vík­ur­veg og Suður­strand­ar­veg.

Snjóþekja er á flest­um veg­um á Vest­ur­landi og víða ofan­koma. Þæf­ings­færð er á leiðinni upp í Húsa­fell og á Laxár­dals­heiði en þung­fært á Hey­dal. Þarna er þó verið að moka.

Á Vest­fjörðum er verið að hreinsa vegi. Þæf­ings­færð er enn á Barðaströnd og aust­ur yfir Kletts­háls.

Á Norður­landi vestra er hálka eða snjóþekja. Flug­hált er úr Fljót­um inn að Hofsósi.

Á Norður­landi eystra  og Aust­ur­landi er hálka víðast hvar en að öðru leyti þokka­leg­ar aðstæður.

Snjóþekja er frá Höfn vest­ur á Skeiðar­ársand en ann­ars er hálka á Suðaust­ur­landi.

Mis­jafn­ir þjón­ustu­tím­ar

Veg­far­end­ur eru beðnir að hafa í huga að víða er ekki mokst­ur, eða önn­ur þjón­usta á veg­um, á kvöld­in og nótt­unni. Raun­ar eru sum­ir veg­ir ekki í þjón­ustu nema fáa daga í viku. Upp­lýs­ing­ar um þjón­ustu­tíma eru á vef Vega­gerðar­inn­ar og í síma 1777.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert