Íslandi eru allir vegir færir

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra.
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra.

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, for­sæt­is­ráðherra, seg­ir að Íslandi séu all­ir veg­ir fær­ir.„ Met­um hvar tæki­fær­in liggja og hvernig við get­um nýtt þau, sjálf­um okk­ur og öðrum til hags­bóta. Mót­un framtíðar­inn­ar er í hönd­um okk­ar allra." Þetta kom fram í ávarpi for­sæt­is­ráðherra í Sjón­varp­inu í kvöld.

Að sögn for­sæt­is­ráðherra mun­um við á næstu miss­er­um móta okk­ur nýja auðlinda­stefnu, setja á fót auðlinda­sjóð og inn­leiða hér stefnu hins græna hag­kerf­is með áherslu á hreina nátt­úru, sjálf­bær­an orku­bú­skap, ný­sköp­un og mennt­un.  Þannig geti Ísland skipað sér í fremstu röð á alþjóðavett­vangi sem grænt hag­kerfi.

Staða Íslands kort­lögð heild­stætt

„Það mun skipta sköp­um fyr­ir framþróun lífs á jörðinni hvernig okk­ur tekst á næstu tíu árum að stemma stigu við þess­um lofts­lags­breyt­ing­um. Mik­il­vægt er að við Íslend­ing­ar tök­um þessi mál föst­um tök­um, en að óbreyttu er talið að jökl­ar hér á landi gætu horfið að mestu á næstu tveim­ur öld­um. 

M.a. í ljósi alls þessa er afar mik­il­vægt að við met­um á næstu miss­er­um stöðu Íslands með til­liti til alþjóðlegr­ar þró­un­ar næstu ára­tugi. Ég hef því ákveðið að fela hópi vís­inda­manna og sér­fræðinga að kort­leggja heild­stætt, stöðu Íslands og sókn­ar­færi í víðu sam­hengi, svo sem á sviði um­hverf­is­mála, orku­mála, efna­hags- og at­vinnu­mála, mennta­mála og á fleiri sviðum sem geta haft áhrif á stöðu og vöxt lands­ins til lengri tíma litið.

Ég mun tryggja  að slík vinna hefj­ist  nú í upp­hafi nýs árs þannig að við Íslend­ing­ar get­um farið skipu­lega yfir tæki­færi og ógn­an­ir í alþjóðlegu sam­hengi og sett okk­ur mark­mið til þess að mæta þeim.

Víðtækt og vandað mat á stöðu Íslands mun hjálpa okk­ur að svara stór­um spurn­ing­um um framtíð okk­ar og móta áhersl­ur í því sam­fé­lagi sem við vilj­um sjá þró­ast hér á landi á þess­ari öld," sagði Jó­hanna í ára­móta­ávarpi sínu í Sjón­varp­inu í kvöld.

At­b­urðir í Nor­egi snertu alla Íslend­inga

Hún minnt­ist í ávarp­inu sínu á þá alþjóðlegu at­b­urði sem hafa vakið Íslend­inga til um­hugs­un­ar og minnt þá á að þeir eru hluti af sam­fé­lagi þjóða.

„Hörmu­leg­ir at­b­urðir í Útey og í Ósló, hjá frænd­um okk­ar og vin­um Norðmönn­um, snertu hjörtu okk­ar allra.

Í meiri fjar­lægð höf­um við fylgst með hinu svo­nefnda ar­ab­íska vori og þeirri áhrifa­miklu lýðræðis­vakn­ingu sem hef­ur átt sér stað í Norður-Afr­íku og Mið-Aust­ur­lönd­um.

 Þá hafa ýms­ar þjóðir svo sem Jap­an­ir glímt við af­leiðing­ar nátt­úru­ham­fara eins og við Íslend­ing­ar höf­um einnig ít­rekað gert af dugnaði og  æðru­leysi und­an­far­in miss­eri.

All­ir þessi at­b­urðir hafa haft áhrif um heim all­an," sagði Jó­hanna.

Full ástæða til að gleðjast

Jó­hanna fjallaði um efna­hags­mál­in í ávarpi sínu en það er von henn­ar og trú nú þegar mesta efna­hags­hásk­an­um hef­ur verið bægt frá, finni fólk í aukn­um mæli fyr­ir batn­andi hag fjöl­skyldna og fyr­ir­tækja.

„Kröft­ug­ur hag­vöxt­ur hef­ur leyst sam­drátt af hólmi og all­ar for­send­ur eru fyr­ir áfram­hald­andi lífs­kjara­sókn hér á landi.

Framtíð Íslands er björt ef vel verður á mál­um haldið.

Þegar við horf­um til baka yfir árið 2011 er full ástæða til þess að gleðjast yfir ár­angri okk­ar og stöðu.

Við get­um glaðst yfir þeirri staðreynd  að hag­ur Íslend­inga batn­ar nú hraðar en flestra annarra þjóða, kaup­mátt­ur vex, dregið hef­ur úr at­vinnu­leysi og lífs­kjör þjóðar­inn­ar munu áfram fara batn­andi.

Við get­um glaðst yfir því að fé­lags­legt rétt­læti og  jafn­rétti kynj­anna mæl­ist nú hvað mest á Íslandi í alþjóðleg­um sam­an­b­urði og að efna­hags­leg­ur jöfnuður eykst hér hröðum skref­um.

Við get­um glaðst yfir af­rek­um okk­ar glæsi­lega íþrótta­fólks, sem sýn­ir hvað eft­ir annað að við Íslend­ing­ar get­um skipað okk­ur í fremstu röð meðal þjóða.  Þetta íþrótta- og af­reks­fólk er góð fyr­ir­mynd  börn­um okk­ar og ung­ling­um, sem sjá að ástund­un og iðni legg­ur grunn að góðum ár­angri.

Við get­um glaðst yfir grósku í ís­lensku menn­ing­ar­lífi sem aldrei fyrr; á sviði tón­list­ar, bók­mennta, kvik­mynda­gerðar, mynd­list­ar og hönn­un­ar.

Við get­um glaðst yfir því, að fyr­ir­tæki sem byggja á ís­lensku hug­viti skipi sér í fremstu röð á sínu sviði í alþjóðleg­um sam­an­b­urði.  Starf­semi sem bygg­ir á hug­viti og mennt­un þjóðar­inn­ar er afar mik­il­væg í þeirri vist­vænu at­vinnu­upp­bygg­ingu sem við eig­um að stefna að.

Við get­um glaðst yfir þeim góða ár­angri sem ís­lensk ferðaþjón­usta hef­ur náð á ár­inu og því að Ísland hef­ur ít­rekað verið valið spenn­andi ferðamannastaður af  virt­um alþjóðleg­um  aðilum.

Ferðaþjón­ust­an og aðrar vax­andi grein­ar mynda ásamt hefðbundn­um grunn­atvinnu­veg­um þá fjöl­breyttu flóru at­vinnu­lífs sem nauðsyn­leg er sam­fé­lög­um sem vilja vaxa og dafna. Og út­flutn­ings­grein­arn­ar, sjáv­ar­út­veg­ur og áliðnaður, hafa ekki síður lagt til þess góða hag­vaxt­ar sem hér hef­ur verið á liðnu ári," seg­ir Jó­hanna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert