Markmið að ná jöfnuði í ríkisfjármálum

Oddný G. Harðardóttir, sem tekur við embætti fjármálaráðherra í dag, sagði þegar hún kom til ríkisráðsfundar á Bessastöðum að markmiðið væri áfram að ná jöfnuði í ríkisfjármálum á kjörtímabilinu.

Oddný sagði, að gert væri ráð fyrir því að hún muni gegna ráðherraembætti áfram eftir að Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra snýr aftur úr fæðingarorlofi sem hún áformar að hefja í febrúar.

Frá þingflokksfundi Samfylkingarinnar í gær
Frá þingflokksfundi Samfylkingarinnar í gær mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert