Ný ríkisstjórn á fundi

Ný ríkisstjórn á ríkisráðsfundi á Bessastöðum ásamt forseta Íslands, Ólafi …
Ný ríkisstjórn á ríkisráðsfundi á Bessastöðum ásamt forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyniþ mbl.is/Ómar Óskarsson

Rík­is­ráðsfund­ur nýrr­ar rík­is­stjórn­ar stend­ur nú yfir á Bessa­stöðum og er þetta ann­ar rík­is­ráðsfund­ur­inn í dag. Odd­ný G. Harðardótt­ir kem­ur ný inn í rík­is­stjórn­ina um ára­mót­in og tek­ur við embætti fjár­málaráðherra.

Þeir Árni Páll Árna­son og Jón Bjarna­son eru hins veg­ar að hætta sem ráðherr­ar og tek­ur Stein­grím­ur J. Sig­fús­son við embætt­um efna­hags- og viðskiptaráðherra og land­búnaðar- og sjáv­ar­út­vegs­ráðherra en Odd­ný tek­ur við starfi Stein­gríms í fjár­málaráðuneyt­inu.

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, for­sæt­is­ráðherra, seg­ist sann­færð um að breyt­ing­arn­ar hafi já­kvæð áhrif á rík­is­stjórn­ar­sam­starfið og Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, at­vinnu­vegaráðherra, tók í svipaðan streng er þau komu út af fyrri rík­is­ráðsfund­in­um í morg­un.

Í nýrri rík­is­stjórn sitja fimm kon­ur og fjór­ir karl­ar en eft­ir nokkr­ar vik­ur fer Katrín Júlí­us­dótt­ir iðnaðarráðherra í barns­b­urðarleyfi og tek­ur Stein­grím­ur við starfi iðnaðarráðherra.

Ný rík­is­stjórn er skipuð með eft­ir­far­andi hætti: Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, for­sæt­is­ráðherra, Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, at­vinnu­vegaráðherra, Össur Skarp­héðins­son, ut­an­rík­is­ráðherra, Odd­ný G. Harðardótt­ir, fjár­málaráðherra, Guðbjart­ur Hann­es­son, vel­ferðarráðherra, Svandís Svavars­dótt­ir, um­hverf­is­ráðherra, Katrín Jak­obs­dótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra, Katrín Júlí­us­dótt­ir, iðnaðarráðherra og Ögmund­ur Jónas­son, inn­an­rík­is­ráðherra.

Árni Páll Árnason yfirgefur ríkisráðsfundinn á Bessastöðum í dag
Árni Páll Árna­son yf­ir­gef­ur rík­is­ráðsfund­inn á Bessa­stöðum í dag mbl.is/Ó​mar Óskars­son
Jón Bjarnason hættir í dag sem landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra
Jón Bjarna­son hætt­ir í dag sem land­búnaðar- og sjáv­ar­út­vegs­ráðherra mbl.is/Ó​mar Óskars­son
Oddný G. Harðardóttir mætir á ríkisráðsfund á Bessastöðum í morgun
Odd­ný G. Harðardótt­ir mæt­ir á rík­is­ráðsfund á Bessa­stöðum í morg­un mbl.is/Ó​mar Óskars­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert