Segir stjórnina meirihlutastjórn

Steingrímur J. Sigfússon
Steingrímur J. Sigfússon mbl.is/Ómar Óskarsson

Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir nýja ríkisstjórn njóta meirihluta. Ekkert hafi komið fram sem bendi til annars.

Þetta kom fram í máli ráðherrans í Kryddsíld Stöðvar 2 sem hófst klukkan 14. Hann segir að árið hafi verið að mörgu leyti erfitt.

Steingrímur segist sannfærður um að breytingarnar á ríkisstjórninni muni styrkja hana. Breytingarnar hafi reynst báðum flokkum erfiðar. Mannabreytingar séu alltaf erfiðar en stjórnmálamenn verði að hafa það í huga að komið geti upp aðstæður sem kalli slíkt fram. Eftirsjá sé að bæði Jóni Bjarnasyni og Árna Páli Árnasyni.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að það hafi verið lengi vitað að Samfylkingin hafi viljað losna við Jón út úr ríkisstjórninni.

Eins hafi ýmsir haft horn í síðu Árna Páls sem er eini ráðherrann sem hefur sýnt minnihlutanum á þingi samstarfsvilja.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert