Tekur við lyklavöldunum

Oddný G. Harðardóttir tekur við lyklunum af Steingrími J. Sigfússyni
Oddný G. Harðardóttir tekur við lyklunum af Steingrími J. Sigfússyni mbl.is/Ómar Óskarsson

Oddný G. Harðardóttir tók við lyklavöldunum í fjármálaráðuneytinu af Steingrími J. Sigfússyni, fráfarandi fjármálaráðherra. Er hún fyrsta konan sem gegnir starfi fjármálaráðherra á Íslandi.

Í fyrsta skipti eru fleiri konur ráðherrar heldur en karlar.

Steingrímur J. Sigfússon tók einnig við lyklunum að efnahags- og viðskiptaráðuneytinu af Árna Páli Árnasyni sem lætur af embætti ráðherra.

Steingrímur tekur einnig við lyklavöldunum í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu af Jóni Bjarnasyni sem fer út úr ríkisstjórninni líkt og Árni. Ráðherrarnir eru nú níu talsins en voru tíu. Þegar Katrín Júlíusdóttir fer í fæðingarorlof eftir nokkrar vikur mun Steingrímur J. taka við starfi iðnaðarráðherra.

Á fundi ríkisráðs á Bessastöðum í dag var að tillögu Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra fallist á að veita Jóni Bjarnasyni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Árna Páli Árnasyni efnahags- og viðskiptaráðherra, lausn frá embætti ráðherra í ríkisstjórn Íslands.

Jafnframt var að tillögu Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra fallist á að veita Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra, lausn frá því embætti og skipa hann efnahags- og viðskiptaráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Ennfremur var að tillögu Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra fallist á að skipa Oddnýju G. Harðardóttur fjármálaráðherra.

Við þetta tilefni sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra:

„Með skipan nýrrar ríkisstjórnar hafa orðið þau ánægjulegu tímamót að í fyrsta sinn eru konur í meirihluta við ríkisstjórnarborðið og í fyrsta sinn gegnir konar embætti fjármálaráðherra á Íslandi. Það er sérstaklega ánægjulegt að enda árið 2011 með því að ná þessum merka áfanga í jafnréttisbaráttu á Íslandi.“

Árni Páll Árnason afhendir Steingrími J. Sigfússyni lyklavöldiní efnahags- og …
Árni Páll Árnason afhendir Steingrími J. Sigfússyni lyklavöldiní efnahags- og viðskiptaráðuneytinu mbl.is/Ómar Óskarsson
Jón Bjarnason afhenti Steingrími J. lyklavöldin í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu
Jón Bjarnason afhenti Steingrími J. lyklavöldin í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu mbl.is/Ómar Óskarsson
Oddný G. Harðardóttir er fyrsta konan sem gegnir embætti fjármálaráðherra …
Oddný G. Harðardóttir er fyrsta konan sem gegnir embætti fjármálaráðherra á Íslandi mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert