Tími fyrir vantraustsyfirlýsingu

Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, ásamt Birgi Ármannssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins.
Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, ásamt Birgi Ármannssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins. mbl.is

Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir á Facebook-síðu sinni að nú sé rétti tíminn fyrir vantraustsyfirlýsingu á ríkisstjórnina og fá það á hreint hverjir styðji hana og hverjir ekki.

Eins og fram hefur komið hefur verið ákveðið að Jón Bjarnason, sem gegnt hefur embætti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Árni Páll Árnason, sem hefur setið í stóli efnahags- og viðskiptaráðherra, yfirgefi ríkisstjórnina en mikil óánægja er með þá ákvörðun á meðal stuðningsmanna þeirra.

Þá hafa viðræður átt sér stað á milli stjórnarflokkanna við Hreyfinguna um að hún veiti ríkisstjórninni stuðning og þá einkum ef fram kemur vantrauststillaga á hana en þær viðræður hafa þó ekki enn skilað efnislegri niðurstöðu.

„Störf ríkisstjórnarinnar eiga að snúast um málefni. Engin - nákvæmlega engin efnisleg rök eru fyrir hrókeringum og uppstokkum ráðuneyta. Næsta skref er að fá á hreint hverjir styðja ríkisstjórnina og hverjir ekki. NÚNA er tími fyrir vantraustsyfirlýsingu,“ segir Höskuldur.

Facebook-síða Höskuldar Þórhallssonar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert