Orkan, Atlantsolía og ÓB hafa einnig hækkað eldsneytisverð, líkt og N1, Olís og Shell. Nú kostar bensínlítrinn hjá Orkunni 232 kr. og 232,10 kr. hjá Atlantsolíu og 232,2 hjá ÓB.
Hjá N1 og Olís kostar bensínið 232,4 kr. Hjá Shell er algengasta verðið í sjálfsafgreiðslu 233,4 kr. Lítri af dísilolíu hjá olíufélögunum kostar það sama í sjálfsafgreiðslu eða 245,90 kr.
Hjá Orkunni kostar dísilolían 245,50 kr. og er hún 10 aurum dýrari hjá Atlantsolíu og 20 aurum dýrari hjá ÓB.