Enginn aðdragandi að málinu

Friðrik Már Baldursson, prófessor.
Friðrik Már Baldursson, prófessor. mbl.is/Ómar

„Það var eng­inn aðdrag­andi að þessu. Ég veit ekki um neitt sem hefði átt að verða þessa vald­andi,“ seg­ir Friðrik Már Bald­urs­son pró­fess­or í sam­tali við mbl.is. Að öðru leyti sagðist hann ekki hafa mikið meira um málið að segja.

Eitt af síðustu verk­um Jóns Bjarna­son­ar í embætti sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra var að fara fram á það við Friðrik að hann viki úr sæti stjórn­ar­for­manns Haf­rann­sókna­stofn­un­ar Íslands.

Hringt var í Friðrik 29. des­em­ber síðastliðinn þar sem óskað var eft­ir því að hann segði af sér sem stjórn­ar­formaður. Í stað Friðriks skipaði Jón Erlu Krist­ins­dótt­ur, fram­kvæmda­stjóra Sjáv­ariðjunn­ar í Rifi, sem stjórn­ar­formann.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert