Katrín komi í stað Katrínar

Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra
Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra mbl.is/Eggert Jóhannesson

Uppi eru hugmyndir um að ráðherra innan Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs taki við iðnaðarráðuneytinu af Katrínu Júlíusdóttur þegar hún fer í fæðingarorlof og sinni samhliða sínu ráðuneyti.

Heimildir mbl.is herma að þar hafi komið fram hugmyndir um að Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, taki við keflinu á meðan nafna hennar er í fæðingarorlofi. Ekkert sé þó fastsett í þeim efnum.

Katrín Júlíusdóttir á von á tvíburum mánaðamótin febrúar, mars.

Katrín Júlíusdóttir er iðnaðarráðherra.
Katrín Júlíusdóttir er iðnaðarráðherra. mbl.is/Eggert
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert