Katrín komi í stað Katrínar

Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra
Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra mbl.is/Eggert Jóhannesson

Uppi eru hug­mynd­ir um að ráðherra inn­an Vinstri hreyf­ing­ar­inn­ar græns fram­boðs taki við iðnaðarráðuneyt­inu af Katrínu Júlí­us­dótt­ur þegar hún fer í fæðing­ar­or­lof og sinni sam­hliða sínu ráðuneyti.

Heim­ild­ir mbl.is herma að þar hafi komið fram hug­mynd­ir um að Katrín Jak­obs­dótt­ir, mennta­málaráðherra, taki við kefl­inu á meðan nafna henn­ar er í fæðing­ar­or­lofi. Ekk­ert sé þó fast­sett í þeim efn­um.

Katrín Júlí­us­dótt­ir á von á tví­bur­um mánaðamót­in fe­brú­ar, mars.

Katrín Júlíusdóttir er iðnaðarráðherra.
Katrín Júlí­us­dótt­ir er iðnaðarráðherra. mbl.is/​Eggert
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert